Lærðu alla ævi

Þróaðu nýja hæfileika hvar og hvenær sem er með vefnámskeiðum frá Frama

15 fyrirlestrar

Hvert námskeið inniheldur 15 fyrirlestra að meðaltali sem eru um 10 mínútur að lengd hver

Spjallsvæði

Fáðu aðstoð frá kennaranum og samnemendum eftir hvern fyrirlestur á sérstöku spjallsvæði

Þinn hraði

Ævilangur aðgangur er að öllum námskeiðum svo þú getur klárað á þínum eigin hraða

Spurt og svarað


Fyrir hverja eru námskeiðin?
Námskeiðin hjá Frama eru fyrir þá sem vilja að bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum. Þau henta til dæmis þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, annað hvort í núverandi starfi eða til að undirbúa sig fyrir næsta starf.
Endurgreiða stéttarfélög námskeiðsgjaldið?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér.
Fæ ég skírteini fyrir að ljúka námskeiði?
Já, öllum námskeiðum okkar fylgir útskriftarskírteini fyrir þá sem klára. Þú getur til dæmis sýnt skírteinið næsta launaviðtali eða tekið það fram á ferilskránni þinni þegar þú sækir um næsta starf.
Hvaða búnað þarf ég til að læra hjá ykkur?
Öll námskeið hjá okkur virka bæði fyrir Windows og Mac stýrikerfin. Sum námskeið, til dæmis Excel námskeiðið, krefjast þess einnig að þú hafir aðgang að ákveðnum forritum í tölvunni þinni. Nánari upplýsingar um tæknilegar kröfur eru á hverri námskeiðssíðu.
Er hægt að kaupa öll námskeiðin í einum pakka?
Já, við bjóðum upp á áskrift sem veitir aðgang að öllum námskeiðunum. Áskriftin kostar krónur á ári.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Nemendur gefa námskeiðunum okkar 4,8 af 5 í meðaleinkunn

Við ábyrgjumst að allir séu ánægðir með námskeiðin okkar og endurgreiðum þér því að fullu ef þú óskar eftir því innan 30 daga.