Fáðu einstaka innsýn inn í ferli rithöfunda allt frá því að innblástur er sóttur þar til bókin er gefin út.
Með því að nýta eigin reynslu og upplifanir geta allir skrifað grípandi texta. Aldur eða reynsluleysi er engin afsökun.
Með því að kenna á netinu getum við boðið lágt verð. Þá veita flest stéttarfélög styrk upp í námskeiðsgjaldið.
Vefnámskeið um undirstöðuatriði í bókaskrifum. Innifalið eru 16 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.
Einar
Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur gefið út fjölda metsölubóka síðustu 40 ár. Meðal verka hans má nefna þríleikinn Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið sem kvikmyndin Djöflaeyjan í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar var byggð á.
Bók hans Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008 og hefur hann fjórum sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Af öðrum vinsælum skáldsögum Einars má nefna Heimskra manna ráð, Óvinafögnuð og nýjustu bók hans Stormfugla, sem kom út árið 2018.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem ...
Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:
Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.