Evert Víglundsson hjálpar þér að komast í þitt besta líkamlega og andlega form í 18 fyrirlestrum. Hann fer yfir eftirfarandi atriði:
Auk fyrirlestranna fylgir með námskeiðinu 8 vikna æfingaáætlun, matarplan fyrir allar máltíðir vikunnar, uppskriftir að hollum og gómsætum réttum, og leslistar til að kafa dýpra í efnið.
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt Evert spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Vefnámskeið um undirstöðuatriði heilbrigðs lífsstíls. Innifalið eru fyrirlestrar, matarplan, uppskriftir, æfingaáætlun, spurningasvæði og skírteini þegar þú klárar.
Evert
Evert Víglundsson er einn helsti líkamsræktarfrömuður Íslands. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur bæði þjálfað afreksfólk á borð við Annie Mist og hjálpað fólki upp úr sófanum í The Biggest Loser. Hann stofnaði líkamsræktarstöðina CrossFit Reykjavík árið 2008 og skipuleggur á hverjum degi æfingar fyrir 800 manns.
Evert hefur lengi haft áhuga á öllu sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl og haldið fjölmarga fyrirlestra um land allt því tengdu. Á þessu námskeiði miðlar Evert þekkingu sinni af þjálfun og heilbrigði, bæði því sem skilar árangri og ekki síst því sem gerir það ekki.
Auk fyrirlestranna er eftirfarandi efni innifalið í námskeiðinu
Æfingaáætlun
Átta vikna æfingaáætlun hönnuð af Evert sem hjálpar þér að komast í frábært líkamlegt form, sama á hvaða stigi þú ert í dag. Áætlunin inniheldur þjár gerðir æfinga: þol, fimleika og styrk.
Matarplan
Matarplan frá Evert fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat alla daga vikunnar. Með planinu fylgja leiðbeiningar um mat til að borða og forðast, auk heilræða til að planið skili sem mestum árangri.
Uppskriftir
Í matarplaninu er mikið af einföldum réttum, en fyrir gómsætari rétti fylgja einnig uppskriftir að bragðgóðum og hollum réttum fyrir morgunmat, hádegismat eða kvöldmat.
Leslistar
Evert mælir með bókum, myndböndum, hlaðvörpum og snjallsímaöppum sem þú getur sótt í til að kafa dýpra í ólíkar undirstöður heilbrigðs lífsstíls: hreyfingu, næringu, svefn og andlega þáttinn.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem...
Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:
Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.