Lærðu að skrifa bók

Komdu þér í form

Námskeið með Evert Víglundssyni


Um námskeiðið

Evert Víglundsson hjálpar þér að komast í þitt besta líkamlega og andlega form í 18 fyrirlestrum. Hann fer yfir eftirfarandi atriði:

  • Hreyfing: Mikilvægi hreyfingar og kennsla í undirstöðuatriðum mikilvægustu hreyfinga
  • Þjálfun: Hvernig best er að æfa til að ná hámarksárangri þegar kemur að þoli, fimi og styrk
  • Upphitun, teygjur og nudd: Leiðir til að viðhalda liðleika og koma í veg fyrir meiðsli
  • Svefn: Áhrif svefns á heilsu og leiðir til að sofa betur
  • Næring: Besta mataræðið fyrir heilsuna og leiðir til að borða hollari mat
  • Álag: Leiðir til að draga út streitu með hugleiðslu og streitustjórnun
  • Viðhorf og vanabreytingar: Leiðir til að innleiða betri venjur og viðhalda heilbrigðum lífsstíl

Auk fyrirlestranna fylgir með námskeiðinu 8 vikna æfingaáætlun, matarplan fyrir allar máltíðir vikunnar, uppskriftir að hollum og gómsætum réttum, og leslistar til að kafa dýpra í efnið.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt Evert spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Komdu þér í form

Vefnámskeið um undirstöðuatriði heilbrigðs lífsstíls. Innifalið eru fyrirlestrar, matarplan, uppskriftir, æfingaáætlun, spurningasvæði og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Evert

Evert Víglundsson er einn helsti líkamsræktarfrömuður Íslands. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur bæði þjálfað afreksfólk á borð við Annie Mist og hjálpað fólki upp úr sófanum í The Biggest Loser. Hann stofnaði líkamsræktarstöðina CrossFit Reykjavík árið 2008 og skipuleggur á hverjum degi æfingar fyrir 800 manns.

Evert hefur lengi haft áhuga á öllu sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl og haldið fjölmarga fyrirlestra um land allt því tengdu. Á þessu námskeiði miðlar Evert þekkingu sinni af þjálfun og heilbrigði, bæði því sem skilar árangri og ekki síst því sem gerir það ekki.

Innifalið

Auk fyrirlestranna er eftirfarandi efni innifalið í námskeiðinu

Æfingaáætlun

Átta vikna æfingaáætlun hönnuð af Evert sem hjálpar þér að komast í frábært líkamlegt form, sama á hvaða stigi þú ert í dag. Áætlunin inniheldur þjár gerðir æfinga: þol, fimleika og styrk.


Matarplan

Matarplan frá Evert fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat alla daga vikunnar. Með planinu fylgja leiðbeiningar um mat til að borða og forðast, auk heilræða til að planið skili sem mestum árangri.


Uppskriftir

Í matarplaninu er mikið af einföldum réttum, en fyrir gómsætari rétti fylgja einnig uppskriftir að bragðgóðum og hollum réttum fyrir morgunmat, hádegismat eða kvöldmat.


Leslistar

Evert mælir með bókum, myndböndum, hlaðvörpum og snjallsímaöppum sem þú getur sótt í til að kafa dýpra í ólíkar undirstöður heilbrigðs lífsstíls: hreyfingu, næringu, svefn og andlega þáttinn.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem...

  • vilja bæta heilsuna og auka lífsgæði sín
  • vilja gera meiri kröfur til sjálfs síns í daglegu lífi
  • hafa áhuga á persónulegri betrun og heilbrigðum lífsstíl
  • vilja komast í form í víðari skilningi

Hvað mun ég læra?

Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:

  • sambandið milli ólíkra þátta heilbrigðs lífsstíls
  • hvaða æfingar skila árangri og algeng mistök við að gera þær
  • hvernig á að tryggja góða næringu
  • það sem hefur áhrif á svefninn okkar og hvernig á að sinna andlegu hliðinni


18 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðinu fylgir matarplan, uppskriftir og æfingaráætlun auk aðgangur að innra vefsvæði þar sem þú horfir á fyrirlestra og getur spurt spurninga. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu jafnframt útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig með Aðgangspassanum færðu ótakmarkaðan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama svo lengi sem passinn er virkur. Þú getur því lokið námskeiðinu á þeim hraða sem þér hentar.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er