Um námskeiðið
Á námskeiðinu deilir Birgir Leifur, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, reynslu sinni með nemendum og fer meðal annars yfir eftirtalin atriði:
- Uppstillingu sveiflu: Hvernig stillir maður sér rétt upp fyrir sveiflu? Hvernig á gripið að vera?
- Aftursveifla og framsveifla: Hvað er gott að hafa í huga fyrir hvora sveifluna fyrir sig?
- Teighögg: Hvaða kylfugerð er gott að nota? Hvernig tekurðu tillit til t.d. vindáttar?
- Pútt: Hvernig er gott grip og staða fyrir pútthögg? Hvernig skipuleggurðu höggið?
- Járnhögg: Hvenær er gott að nota járn og hvenær blendinga? Hvernig slærðu járnhögg á braut?
- Hugarfar: Hvarnig viðheldur maður réttu viðhorfi á vellinum? Hvernig undirbýt maður sig fyrir keppni?
- Þjálfun: Hvernig æfir maður að vetri til? Hvernig bætir maður ólíka þætti golfleiksins?
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Vefnámskeið með Birgi Leifi. Innifalið eru 14 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.
Kennarinn þinn
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, Afrekalistinn er langur en þar á meðal er hann sá eini til þessa sem hefur haldið þátttökurétti á evrópsku mótaröðinni og sigrað í áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur spilað yfir 70 mót á European Tour og sigrað Challenge Tour í Frakklandi. Birgir er lærður PGA golfkennari, og hefur undanfarið sinnt þjálfun og kennslu í golfi.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum sem:
- vilja kynnast golfíþróttinni nánar
- vilja bæta sveifluna sína
- vilja leiðrétta stöðu og grip
- hafa gaman að golfi og golfumfjöllun
Hvað mun ég læra?
Eftir námskeiðið munt þú skilja:
- hvað einkennir góða sveiflu
- hvernig á að leika völlinn rétt og skipuleggja sinn leik
- mismunandi gerðir högga og nýtingu þeirra
- kylfuval eftir aðstæðum
Efnisyfirlit
Fyrsti hluti - Golfsveiflan
Fáanlegt á
dagar
dagar
eftir að þú skráir þig
Annar hluti - Leikurinn
Fáanlegt á
dagar
dagar
eftir að þú skráir þig
Þriðji hluti - Hugarfar og Þjálfun
Fáanlegt á
dagar
dagar
eftir að þú skráir þig
Lok námskeiðs
Fáanlegt á
dagar
dagar
eftir að þú skráir þig
14 fyrirlestrar | aðstoð innifalin
Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Styrktu ferilskrána
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.
Algengar spurningar
Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 14 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá
hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Þú getur byrjað hvenær sem er