Grafísk hönnun

Lærðu undirstöðuatriði hönnunar og útbúðu efni fyrir vef- og prentmiðla



Skaraðu fram úr

Skilningur á grafískri hönnun nýtist í öllum störfum. Undirbúðu þig fyrir framtíðina og vertu eftirsóttari starfskraftur.


Allir geta hannað

Ný verkfæri gera hverjum sem er kleift að læra hönnun í dag. Aldur eða reynsluleysi er engin afsökun.


Lægsta mögulega verð

Með því að kenna á netinu getum við boðið lágt verð. Þá veita flest stéttarfélög styrk upp í námskeiðsgjaldið.

Námskeið í grafískri hönnun

Lærðu undirstöðuatriði hönnunar og útbúðu efni fyrir vef- og prentmiðla. Innifalið eru 13 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Sýnishorn

Horfðu á yfirlit yfir það sem er kennt á námskeiðinu


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem ...

  • hafa áhuga á grafískri hönnun og myndrænni framsetningu
  • gera kynningar, gröf eða skýrslur í vinnunni og vilja láta hlutina líta vel út
  • útbúa efni fyrir vefsíður eða til útprentunar
  • vilja bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:

  • fræðin á bakvið myndræna framsetningu eins og leturgerðir, litafræði, jafnvægi og sametningu
  • skapandi ferli hönnuða allt frá hugmyndastigi og stafrænu umhverfi að fullbúinni afurð
  • hvernig algeng hönnun er útbúin bæði fyrir vef og prent


„Skemmtileg og skilmerkileg kennsla í alla staði. Hef meiri innsýn inn í aðferðirnar sem er gott að kunna í grafískri hönnun. Er sjálf að búa til myndir fyrir samfélagsmiðla og hef náð að nýta mér margt sem kom fram á námskeiðinu, eins og lögmálið less is more sem ég mun tileinka mér.“

- Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir (KH Art)

„Mig hefur lengi langað að bæta við mig þekkingu en hingað til hef ég hvorki fundið tíma til þess að mæta í kennslustofu né fundið námskeið á viðráðanlegu verði. Námskeiðin hjá Frama eru skýr, hnitmiðuð og á góðu verði. Ég get horft á fyrirlestrana heima þegar mér hentar og lært hraðar en ég gæti annars.“

- Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

13 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Kennarinn svarar spurningum inn á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Kennarinn þinn

Hrafnhildur

Hrafnhildur Anna Björnsdóttir er tæknilegur listamaður (e. Senior Technical Artist) hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Parity. Þar sinnir hún fjölbreyttum verkefnum á borð við þrívíddarhönnun, útlitshönnun og módelingu.

Hrafnhildur var áður hjá Sólfar Studios og hefur lokið námi í margmiðlunarhönnun frá Tækniskólanum. Hún hefur einnig starfað sem listamaður og teiknari.

Með Hrafnhildi á myndinni er tíkin Mirra sem er af gerðinni Shih Tzu. Hún kom ekki með beinum hætti að gerð námskeiðsins en veitti andlegan stuðning í gegnum sköpunarferlið.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Þarf ég að kaupa ákveðinn hugbúnað?
Nei, þú þarft ekki að kaupa neinn hugbúnað til að taka þetta námskeið. Hrafnhildur kennari notar hönnunarpakkann Creative Cloud frá Adobe, sem borga þarf fyrir, en hún sýnir líka hvernig nálgast má ókeypis forrit sem nota má til að gera allt það sem farið er yfir á námskeiðinu.
Hvað er innifalið?
Aðgangur að innra vefsvæði þar sem þú horfir á fyrirlestra og getur spurt leiðbeinandann spurninga. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu jafnframt útskriftarskírteini.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu. Þú getur því lokið námskeiðinu á þeim hraða sem þér hentar.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Já, flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Til að fá endurgreitt sendir þú tölvupóst til stéttarfélagsins þíns með staðfestingu á að þú hafir keypt námskeiðið. Við sendum þér staðfestinguna í tölvupósti um leið og þú kaupir námskeiðið.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er