Hugsaðu stórt

Jóga

Vefnámskeið með Söru Snædísi


Um námskeiðið

Sara Snædís hefur verið jógakennari í yfir 10 ár, auk þess að starfa sem líkamsræktarþjálfari. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir:

  • Öndun: Hvernig virkar jógaöndun? Hvers vegna skiptir hún máli?
  • Kostir: Hverjir eru kostir þess að stunda jóga? Hvaða áhrif hefur það á líkamlega og andlega heilsu?
  • Undirbúningur: Hvernig er gott að byrja jógatíma?
  • Algengar stöður: Hvernig gerir maður Hundinn? En Tréð? Hvað þarf að hafa í huga í stöðunum?
  • Flæði: Hvað er jógaflæði? Hvaða mismunandi gerðir eru til?
  • Slökun: Hvernig undirbýr maður og framkvæmir slökun? Hvert er mikilvægi slökunar?
  • Æfingar: Nemandi er leiddur í gegnum nokkur jógaflæði með áherslu á mismunandi líkamshluta og markmið.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráning

Vefnámskeið með Söru Snædísi. Innifalið eru 17 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Sara Snædís

Sara Snædís hefur starfað sem jógakennari og líkamsræktarþjálfari í yfir 10 ár. Hún hefur unnið við kennslu í Hreyfingu, Yoga Shala og hafði yfirumsjón með Barre námskeiðum fyrir Becore studio í Stokkhólmi. Þar hefur hún kennt meðal annars jóga, barre og pilates. Sara stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Withsara, þar sem hún kennir í gegnum netið. Áhersla hennar í Withsara er að bjóða upp á fljótleg og þægileg æfingamyndbönd sem fólk getur fylgt heima hjá sér, og er síðan með þúsundir notenda um allan heim.


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem ...

  • hafa áhuga á jóga og jógaiðkun
  • vilja auka liðleika og styrk
  • hafa áhuga á að upplifa kosti jóga og áhrifin sem það hefur líkamlega og andlega heilsu
  • vilja bæta við sig nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:

  • hvernig þú getur notað jógaöndun til að hjálpa við æfingar
  • hvað er best að gera fyrir og eftir jógatíma
  • hvernig þú gerir algengar jógastöður
  • hvaða áhrif jóga getur haft á daglegt líf og hugarfar


17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 17 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er