Ljósmyndun

Ljósmyndun

Vefnámskeið með Baldri Kristjáns


Um námskeiðið

Baldur Kristjáns kennir þér ljósmyndun í 14 fyrirlestrum. Hann fer meðal annars yfir eftirfarandi atriði:

  • Portrett myndataka: Hvernig fanga má persónuleika fólks á ljósmynd
  • Sköpunarferlið: Innsýn inn í sköpunarferli ljósmyndara allt frá því að innblástur er sóttur þar til myndin er birt
  • Lýsing: Notkun náttúrulegrar lýsingar og annarra ljósgjafa
  • Tæknileg atriði: Hvernig nota má mismunandi stillingar á ljósopi, lokunarhraða og ljósnæmni til þess að ná fram mismunandi áhrifum
  • Búnaður: Hvaða búnaður er nauðsynlegur og hvað þarf til þess að byrja
  • Uppáhalds ljósmyndir: Baldur sýnir uppáhaldsljósmyndir sínar í nokkrum flokkum og deilir með okkur sögum af því hvernig þær urðu til

Auk fyrirlestranna fylgjumst við með Baldri í ljósmyndatöku fyrir Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt Baldur spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráning

Vefnámskeið í ljósmyndun. Innifalið eru 14 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Baldur

Baldur Kristjáns er einn af þekktustu ljósmyndurum þjóðarinnar. Meðal fyrirtækja sem Baldur hefur unnið með má nefna Nike, Spotify og Coca Cola. Þá hafa verk hans ratað á síður blaðanna New York Times og Der Spiegel.

Baldur sérhæfir sig í umhverfis- og portrett-ljósmyndum þar sem hann kynnist fyrirsætunum vel og blandar umhverfi þeirra síðan á smekklegan hátt inn í myndirnar. Hann hefur sérstaka unun af því að taka myndir af gömlum hrukkóttum andlitum þar sem hver hrukka segir sögur af fyrri reynslu og ævintýrum.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja læra að taka fallegri ljósmyndir
  • vilja efla tæknilega þekkingu á ljósmyndun
  • hafa áhuga á sköpunarferli atvinnuljósmyndara
  • eru í leit að innblæstri og leiðum til þess að bæta sköpun sína

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta:

  • skipulagt myndatöku á faglegan hátt
  • notað lýsingu til þess að taka fallegri ljósmyndir
  • stillt myndavélina fyrir flestar gerðir ljósmynda
  • notað ljósmyndir annarra sem innblástur og lærdóm í eigin myndatökum


Brot af myndum Baldurs

14 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 14 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu.. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er