Hugsaðu stórt

Hugsaðu stórt

Vefnámskeið með Magnúsi Scheving


Um námskeiðið

Á námskeiðinu deilir Magnús reynslu sinni og aðferðum með nemendum og fer meðal annars yfir eftirtalin atriði:

  • Hugmyndir: Hvernig fær maður þær, hvernig velur maður þær og hvernig stækkar maður þær?
  • Drifkraftur: Hvernig virkjar maður hann til að koma hlutum í verk?
  • Sköpun: Hvað er sköpun? Og hvernig getur maður virkjað sköpunarkraftinn á ólíkum sviðum?
  • Vinnubrögð: Er mikilvægara að vinna mikið eða að vinna „snjallt“? Hvað skiptir mestu máli til að ná árangri?
  • Eiginleikar og gildi: Hvað einkennir fólk sem nær markmiðum sínum í lífinu? Hvaða gildi skipta mestu máli?
  • Samskipti: Hvað skiptir mestu máli til að eiga árangursrík samskipti við aðra?
  • Sala og samningatækni: Hvernig býr maður til tækifæri? Hvernig fær maður aðra til liðs við sig? Og hvernig á maður að nálgast samninga við aðra?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt Magnús spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráning

Vefnámskeið með Magnúsi Scheving. Innifalið eru 14 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Magnús Scheving

Magnús er einn farsælasti frumkvöðull á Íslandi. Hann stofnaði Latabæ árið 1992 og bjó þar til eina vinsælustu barnaþætti heims, en hundruðir milljóna fjölskyldna hafa horft á þættina í yfir 180 löndum. Þættirnir voru árangur áralangs frumkvöðlastarfs sem hófst með útgáfu bóka og fyrirlestra fyrir börn um heilbrigðan lífsstíl.

Hann er jafnframt tvöfaldur Evrópumeistari í þolfimi og fékk silfur á heimsmeistaramótinu árið 1994. Síðustu misserin hefur Magnús deilt reynslu sinni sem fyrirlesari á viðburðum um allan heim.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja læra að hugsa stórt
  • vilja smitast af drif- og sköpunarkrafti
  • vilja efla sköpun í öllum verkefnum
  • ætla sér stóra hluti á næstu árum

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta:

  • notað vinnubrögð sem leiða til árangurs
  • komið hugmyndum þínum í framkvæmd
  • hugsað stærra og ráðist í metnaðarfyllri verkefni en áður
  • selt hugmyndir þínar og verkefni með sannfæringu


14 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 14 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er