Grænkeraréttir

Grænkeraréttir

Vefnámskeið með Guðrúnu Sóleyju


Um námskeiðið

Guðrún Sóley kennir þér allt um mataræði grænkera í 19 fyrirlestrum. Hún kennir þér að:

 • velja fjölbreytt og næringarrík hráefni
 • takast á við áskoranir sem fylgja grænkeramataræðinu
 • feta fyrstu skrefin í grænkeralífsstíl
 • elda margvíslega grænkerarétti í morgun-, hádegis-, og kvöldmat
 • njóta þess að borða hollan og bragðgóðan vegan mat

Auk fyrirlestranna fylgja með námskeiðinu uppskriftir að grænkeraréttum sem þú getur eldað heima hjá þér og leslisti svo þú getir kafað dýpra í efnið.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt Guðrúnu Sóleyju spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráning

Innifalið eru fyrirlestrar, uppskriftir, spurningasvæði, leslisti og útskriftarskírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Guðrún

Guðrún Sóley hefur verið áberandi talsmaður grænkera-mataræðisins á Íslandi. Hún er höfundur bókarinnar Grænkerakrás­ir Guðrún­ar Sól­eyj­ar: veg­an upp­skrift­ir fyr­ir mannúðleg mat­ar­göt, sem kom út árið 2018. Þar má finna fjölda uppskrifta auk heilræða um grænkera-mataræðið.

Guðrún Sóley starfar sem sjónvarpskona á RÚV. Þar útbjó hún m.a. grænkera-útgáfur af vinsælum grillréttum í þáttaröðinni Sumarið síðastliðið sumar. Þá hefur hún haldið fjölda námskeiða í eldamennsku á síðustu árum.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • vilja elda bragðgóða og næringarríka rétti
 • hafa áhuga á vegan mataræðinu
 • vilja fræðast um leiðir til að lifa vegan lífsstíl
 • vilja læra um næringu og hráefnaval

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta:

 • eldað fjölbreytta veganrétti í öll mál
 • verslað í matinn fyrir grænkerarétti
 • lifað grænkera-lífsstíl og mætt helstu áskorunum
 • ákveðið hvaða mataræði hentar þér best


Hlustaðu á hlaðvarpið

Guðrún Sóley spjallaði við okkur um allt sem tengist vegan. Hlustaðu hér til að fá betri mynd af því sem hún fjallar um á námskeiðinu.


19 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðinu fylgja 19 fyrirlestrar, uppskriftir að veganréttum auk aðgangs að innra vefsvæði þar sem þú horfir á fyrirlestra og getur spurt spurninga. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu jafnframt útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er