Word

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:

 • Útlit texta: Hvernig stillir maður lit, stærð og leturgerð texta? Hvernig býr maður til eigin grunnstillingar fyrir texta?
 • Inndrættir og bil: Hvernig breytir maður inndrætti, spássíum og línubilum?
 • Myndir: Hvernig breytir maður staðsetningu mynda á síðunni? En litum og birtu þeirra? Hvernig klippir maður bakgrunninn á mynd burt?
 • Myndbönd og hlekkir: Hvernig setur maður inn hlekki? Hvernig setur maður myndband inn í Word skjal svo það spilist þar?
 • Gröf og töflur: Hvernig býr maður til gröf og töflur? Hvernig breytir maður þeim og stillir þau?
 • Skipulag: Hvernig setur maður inn efnisyfirlit sem er auðvelt að uppfæra? Hvernig er best að setja inn blaðsíðutöl, heimildir og haus á síðu?
 • Uppsetning: Hvernig skiptir maður textanum niður á mismunandi dálka? En textabox? Hvernig seturðu inn blaðsíðuskipti eða enda dálks?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráning

Vefnámskeið í Word. Innifalið eru 17 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Kennarinn þinn

Sóley Halldórsdóttir

Sóley Halldórsdóttir...


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem ...

 • nota Word í vinnu eða skóla
 • vilja læra betur á tólin sem forritið býður upp á
 • eru að byrja að kynna sér Word
 • vilja bæta við sig nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:

 • hvernig þú mótar texta með stílum, leturgerðum, spássíum og inndrætti
 • hvernig þú vinnur með myndir í Word
 • hvernig þú setur upp efnisyfirlit, blaðsíðutöl og heimildir
 • hvernig þú setur inn gröf, töflur, útreikninga og lista


17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Spurðu spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 17 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama á meðan áskriftin er virk. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Við höfum tekið saman endurgreiðslustefnu stærstu stéttarfélaga sem má sjá hér. Athugaðu að sum stéttarfélög gera greinarmun á fræðslu- og tómstundastyrkjum og eldunarnámskeið fellur þá yfirleitt í seinni flokkinn.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er